VESTRIÐ EINA
> BORGARLEIKHÚSIÐ 2008
Leikrit eftir Martin McDonagh í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Sýnt í Borgarleikhúsinu. Leikstjóri:
Jón Páll Eyjólfsson Leikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Björn Thors, Bergur Þór Ingólfsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir. UM VERKIÐ: Bræðurnir Coleman og Valene eru langt frá því að vera fyrirmyndarborgarar. Þrátt fyrir að vera komnir vel á fullorðinsaldur slást þeir stöðugt, drekka ótæpilega og lát föður þeirra virðist ekki snerta þá hið minnsta. Þegar sóknarpresturinn gerir örvæntingarfulla tilraun til þess að koma þeim til manns lítur þó út fyrir að eitthvað rofi til. Bleksvartur húmor og drepfyndin samtöl einkenna þetta alvöru gamanverk. UM TÓNLISTINA: Þessi stöðugu átök á milli bræðranna minntu mig á "stand-off" ekki ósvipuð þeim sem við sjáum í spagetti vestrum. Svo er þessi harmur sem vofir yfir þeim og þeir harðneita að ræða eða viðurkenna. Og öll þessi einsemd persónanna. Ég ákvað að blanda saman jarðarfarasálmastíl og einhverskonar spagettivestrastíl og útsetja þetta fyrir sem fæst hljóðfæri og ná þannig fram harmi grimmd og einmanaleika. |
|||||