PLAN B > Borgarleikhúsið 2001 Dansverk eftir Ólöfu Ingólfsdóttur, flutt af Íslenska Dansflokknum. Tónlist: Hallur Ingólfsson PLAN
B: Dansararnir tóku virkan þátt í sköpunarferlinu, þar
sem óvissan var alls ráðandi og ekki alltaf séð hvert
stefndi. En, það er óþarfi að láta
hið óvænta koma sér á óvart. “kki
fer allt eftir plani” er orðtak sem ef til vill er ekki
mjög þekkt, en felur engu að síður í sér
töluverðan sannleik. Við gerum áætlanir
um óorðna hluti, reynum að skipuleggja hitt og þetta í nálægri
eða fjarlægri framtíð. Hinsvegar er sjaldnast
mögulegt að sjá alla hluti fyrir og ýmislegt
getur sett strik í reikninginn. Þá er gott að hafa
aðra áætlun til vara, Plan B. Reynist Plan A ómögulegt,
kemur Plan B til framkvæmda. Nú ef Plan B gengur ekki
upp, er vonandi einhver með Plan C í pokahorninu. Og gleymum því ekki
að allar breytingar fela í sér nýja möguleika. |
|||||