KONAN SEM HVARF > RÚV
2004 Útvarpsleikrit í 15 þáttum, leikgerð Ingunnar Ásdísardóttur byggt á bók Ævars Arnar Jósepssonar "Svartir Englar" í leikstjórn Ingólfs Níelsar Árnasonar. Helstu leikendur: Theodór Júlíusson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Gísli Örn Garðarson, Valur Freyr Einarsson, Þór Túliníus og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Hljóðvinnsla:
Björn Eysteinsson og Hjörtur Svavarsson SAGAN: Kona hverfur sporlaust og óvenju umfangsmikilli lögreglurannsókn er strax hrundið af stað. Um er að ræða einstæða, tveggja barna móður - og einn færasta kerfisfræðing landsins. Á ýmsu hefur gengið í einkalífi hennar en talsverð leynd virðist hvíla yfir starfi hennar síðustu mánuðina áður en hún hvarf. Fljótlega kemur í ljós að laganna verðir eru ekki einir um að leita að henni og fyrr en varir teygir rannsóknin anga sína bak við tjöldin í stjórnsýslunni, inn í leðurklædd skúmaskot viðskiptalífsins og napran veruleika hinna verst settu í samfélaginu. Það er hraður taktur í sögunni og spenna sem stöðugt rekur lesandann áfram. TÓNLISTIN: Sagan er margslungin og margir hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Fjarvistarsannanir eru slakar og minni fólks á atburðum er óáreiðanlegt. Orðbragð er gróft og margir eiga óuppgerðar sakir hvor við annan. Ég reyndi að leggja áherslu á þetta grófa og dularfulla, þetta falska og óáreiðanlega. |
|||||
[ T Ó N D Æ M I ]
|
|||||