HÉR OG NÚ > Sokkabandið 2007
Söngleikur eftir leikhópinn Leikstjóri:
Jón Páll Eyjólfsson Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, María Heba Þorkelsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson. UM VERKIÐ: HÉR & NÚ er nýr íslenskur söng- og gleðileikur, eins konar nútíma “revía” þar sem blandað er saman uppistandi, stuttum leikþáttum, eintölum, leikjum, dansnúmerum og stórskemmtilegum og frumsömdum sönglögum með skoplegum og beittum textum. Efniviðurinn er tekinn úr heimi glanstímarita eins og Séð & Heyrt, Hér & Nú og Vikunni sem og spjallþátta, bloggsíðna og annarra fjölmiðla sem hafa það að leiðarljósi að skemmta okkur íslendingum með dramatískum lífsreynslusögum og fréttum af fræga fólkinu. Skemmtidagskrá með óvæntum uppákomum, frábærum vinningum og nýjum leynigesti á hverri sýningu, en einnig ögrandi samfélagsádeila sem þorir þegar aðrir þegja! Komið í leikhúsið og látið drauma ykkar rætast! UM TÓNLISTINA: Tónlistin í þessu verki varð að vera einföld og grípandi. Ég ákvað að byggja hana á gospel tónlist sem er einhvern vegin hönnuð til þess að hrífa alla með og er þar að auki í einhverskonar upphrópunarstíl, eins og umfjöllunarefnið - fullt af opinberunum og vitnisburðum. |
|||||