AFGANGAR
> Austurbær > 2006
Leikrit eftir Agnar Jón Egilsson Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson UM AFGANGA: Eitt af því sem tilhugalífið krefur mann um er að sætta sig við fortíð hins aðilans. Sorgir, góðar minningar, lífið sem búið er að lifa. Fortíðarpakkinn getur verið þungur böggull að bera þegar loksins kemur að því að opna hjarta sitt fyrir þessari einu, sérstöku manneskju sem þú hefur ákveðið að deila lífinu með. UM TÓNLISTINA: Fyrir allnokkru samdi ég nokkur róleg lög sem mér hafði aldrei gefist tími til að sinna. Ég hafði alltaf hugsað mér að þessi lög ættu að vera einföld, brothætt og á einhvern hátt sködduð. Þegar ég heyrði Afganga fannst mér þessi lög smellpassa. Ég vann því nokkur lög og lagaði þau síðan að leikritinu. |
|||||