HRUNIÐ > RÚV 2009

Sjónvarpssería í 4 þáttum eftir Þóru Arnórsdóttur og Eirík I Böðvarsson, byggð á samnefndri bók Guðna Th Jóhannessonar.

Tónlist: Hallur Ingólfsson

UM ÞÆTTINA: Fall bankanna á Íslandi haustið 2008 telst til afdrifaríkustu atburða í sögu lýðveldisins. Í tilefni þess að ár er liðið frá því að fjármálakerfið lagðist á hliðina sýnir RÚV þáttaröð um hrunið þar sem greint verður frá því í stórum dráttum hvað gerðist þessa mánuði - næturfundir, þjóðnýting, mótmæli, táragas, búsáhöld, skemmdarverk, ríkisstjórnarskipti, gengisfall, myntkörfulán, AGS, Svörtuloft, Gordon Brown, Icesave og Helvítis fokking fokk.

UM TÓNLISTINA: Fyrir mér var þetta fyrst og fremst glæpasaga. Skelfilegt drama um rán, lygar, blekkingar, örvæntingu, ráðaleysi og aðrar hörmungar. Kannski var það sárast að sagan er sönn. Ég brá á það ráð að gera tónlist sem gæti keyrt atburðarásina áfram og spenna, sorg og ógn héngi stöðugt í loftinu.

[ T Ó N D Æ M I ]

Hrunið