WHILE THE CAT'S AWAY > Saga Film / Barok Films Copenhagen 2003 Dansstuttmynd eftir Helenu Jónsdóttur UM MYNDINA: Efnt var til keppni á öllum Norðurlöndunum um gerð 5 mínútna dansstuttmynda. Keppnin fór fram í hverju landi fyrir sig og fjölmargir höfundar sendu inn hugmyndir og handrit og voru 6 hugmundir frá hverju landi þróaðar áfram þar til 2 tillögur voru valdar úr og búnar til fullunnar myndir úr þeim. Önnur hugmyndanna sem komst áfram var mynd Helenu Jónsdóttur "While the cats away.." sem fjallar um aldraða konu sem að býr með dóttur sinni, og bregður á leik á meðan dóttirin er ekki heima. Út úr keppninni komu í samtals 10 myndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpi og á kvikmyndahátíðum um víða veröld undir nafninu Moving North. TÓNLISTIN: Þetta var mitt fyrsta verkefni þar sem ég átti að hljóðsetja og semja tónlist við kvikmynd og eitt það lærdómsríkasta sem ég hef gert. Við gengum út frá því að gamla konan ætti sér uppáhaldslag og söngvarinn væri "elskhugi hennar". Lagið varð að búa yfir þeim eiginleikum að vera gamaldags en skemmtilegt og geta sveiflast á milli hinna ýmsu tilfinninga á augabragði eftir því sem að fram fór í myndinni. Lagið kom fljótt og þó að myndin hafi ekki verið klippt eftir því þá small það ótrúlega vel að klippingunni þegar ég hófst handa við að fella það að myndinni. Klippingin er hröð og sveiflurnar miklar, og tónlistin undirstrikar allt á mjög einfaldan og auðskilinn hátt. Sannkallaður rússíbani. |
|||||
[ T Ó N
D Æ M
I / S Ý N I S H O R N ]
While the cat's away (demo) While the cat's away (tónlistin) While the cat's away (.mov 5,4mb) |
|||||