SÁ YÐAR SEM SYNDLAUS ER > RÚV > 2007

Útvarpsleikrit í 15 þáttum eftir samnefndri sögu Ævars Arnar Jósepssonar í leikgerð Bjarna Jónssonar.

Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson.

Tónlist. Hallur Ingólfsson

UM VERKIÐ: Eldri maður finnst látinn í íbúð sinni í Breiðholtinu og hefur verið myrtur. Enginn virðist hafa saknað hans í alla þá mánuði sem hann hefur setið dauður í Lazy-Boy stólnum sínum, með stillt á kristilegu sjónvarpsstöðina Alfa. Það kemur í hlut lögreglumannanna Stefáns, Katrínar, Guðna og Árna að grafast fyrir um hið sanna í málinu, sem snertir fjölskyldu fórnarlambsins, en teygir einnig anga sína út í Kópavog þar sem fram fer í einu og sama húsnæðinu öflugt safnaðarstarf og innflutningur á einingahúsum frá Lettlandi.

UM TÓNLISTINA: Ég sótti innblástur til sálma í þessu verki, en þó varð að vera í þessu sá groddi og harka sem einkennir verk Ævars.

[ T Ó N D Æ M I ]

Sá yðar sem syndlaus er