SVEFNMAÐURINN > RÚV 2006

Útvarpsleikrit eftir Steinunni Sigurðardóttur

Leikstjóri: María Kristjánsdóttir
Upptaka og hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson
Tónlist: Hallur Ingólfsson

Leikarar: Nanna Kristín Magnúsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson and Baldur Trausti Hreinsson.

UM VERKIÐ: Haraldur þolir ekki jólin. Yfir hátíðina fer hann með Lísu konu sinni til útlanda þar sem hann lætur vefja sig eins og múmíu og sefur út í eitt. Lísa getur lítið annað gert en að reyna að njóta andlausa munaðarins á 7 stjörnu hótelinu og láta hugann reika. Á hana sækja ýmsar undarlegar hugsanir á þessum framandi slóðum og ekki sefur Haraldur eins mikið og hann vill vera láta.

UM TÓNLISTINA: Inn í handritið hafði verið skrifað að Rai tónlist ætti að hljóma í gegn á mismunandi stöðum í verkinu. Ég var nú ekki viss hvernig tónlist það væri, en sérfræðingar RÚV voru með það á hreinu og upplýstu mig. Þetta er svona mjög hrá Alsírsk þjóðlagatónlist sem byrjar á stuttu stefi sem er síðan endurtekið í sífellu án mikilla tilbreytinga. Ég hafði þetta til grundvallar og bætti við því sem íslendingarnir koma með inn í þá stemningu.

[ T Ó N D Æ M I ]

Svefnmaðurinn