BESTI VINUR HUNDSINS - SPUNAKONAN > RÚV 2008

3. hluti í útvarpsþríleik eftir Bjarna Jónsson um drauma og martraðir í Reykjavíkurborg.

Leikstjóri: Bjarni Jónsson
Hljóðvinnsla: Georg Magnússon
Tónlist: Hallur Ingólfsson

Leikarar: Jón Páll Eyjólfsson, Björk Jakobsdóttir, Þór Tulinius, Þórunn Clausen, Ólafur Egill Egilsson og Hjálmar Hjálmarsson.

UM VERKIÐ: Elsa heldur úti bloggsíðu. Hún setur inn á hana einfaldar sögur sem eru ekki bara skáldskapur, heldur tengjast einkalífi hennar. Ein þessara sagna fjallar um málarameistara sem gutlar á gítar í frístundum. Málarinn er kominn í úrslit Stjörnuleitarinnar, elstur keppenda og er afar tímabundinn. Hann hefur því falið meðeiganda sínum að ljúka stóru verkefni í nýbyggingu uppi í Grafarholti. En sá er hreint ekki að standa sig í stykkinu...

UM TÓNLISTINA: Öll tónlistin í þríleiknum er byggð á laginu my good intention sem er að finna í þessum síðasta hluta þríleiksins. Gunnar Murphy málari er sá sem kemur með rokkið í Idolið. Þetta er lagið hans.

[ T Ó N D Æ M I ]

My Good Intention