SECRET LIFE OF A WALLFLOWER > Reykjavík Dance Festival > 2003

Nútímadansverk, samið og flutt af Ólöfu Ingólfsdóttur

VERKIÐ: Þetta er sólódans sem að gerist í samkvæmi. Ólöf Ingólfsdóttir túlkar konu sem að enginn tekur eftir og hún á erfitt með að finna sig í samkvæminu og lætur því oft hugann reika á milli þess sem að hún reynir eftir bestu getu að taka þátt í gleðskapnum. Skeytingarleysi gestanna gengur svo langt að það er bókstaflega gengið yfir hana eins og gólfmottu og eftir því sem líður á samkvæmið verða tilraunir hennar til þátttöku örvæntingarfyllri og hugarflugið þess á milli stórfenglegra. Verkið var sýnt á Reykjavík Dance Festival í Borgarleikhúsinu 2003.

TÓNLISTIN: Ólöf var búin að velja tónlist fyrir hugarórana en vantaði sannkallað "partý-stuð lag" til að koma til skila hinni miklu gleði sem að ríkir í samkvæminu. Fyrir hugarórana var hún búin að velja tónlist eftir Michael Nyman, J.S. Bach, Shostakovitch o.fl. stórkostleg verk, þannig að ég varð að vera í algerri kæruleysislegri andstæðu og þannig varð mitt framlag sem fulltrúi gestanna lagið Party, Party hahaha. Til að halda kæruleysis andanum gerði ég allt eins hratt og ég gat og tók upp allt sem að mér datt í hug (t.d. er slagverkið vín og bjórflöskur). Allt var tekið upp á 4 tímum og mixað á 1 klukkustund. Tóndæmið segir í raun allt sem segja þarf.

TÓNDÆMI:

Party Party hahaha