SÁ LJÓTI > ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 2008

Leikrit eftir Marius Von Mayenburg í þýðingu Bjarna Jónssonar. Sýnt í Þjóðleikhúsinu.

Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir
Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson
Tónlist: Hallur Ingólfsson

Leikarar: Dóra Jóhannsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Stefán Hallur Stefánsson og Vignir Rafn Valþórsson.

UM VERKIÐ: Við kynnumst Lárusi. Hann er ljótur. Svo ljótur að honum er meinað að fara á ráðstefnu á vegum fyrirtækisins. Sú ákvörðun kemur Lárusi algerlega í opna skjöldu og þegar vinnufélagar hans og eiginkona segjast skilja afstöðu fyrirtækisins fullkomlega tekur hann ákvörðun sem gjörbreytir lífi hans – og útliti. Hvernig má það vera í nútímasamfélagi að einstaklingur þyki hreinlega svo óheppinn í framan að hann fær ekki einu sinni að halda fyrirlestur? Hvað gerir maður sem vekur viðbjóð og andstyggð með nærveru sinni einni til þess að falla í kramið og fá að vera með? Þetta leikrit Mariusar von Mayenburg er frábærlega skrifuð gamansöm ádeila á ímyndarsköpun, yfirborðsmennsku og dómhörku venjulegs fólks. Hópurinn fer hráa og umbúðalausa leið að þessu hárbeitta verki og skapar úr því eftirminnilega sýningu þar sem list leikarans er í fyrirrúmi.

UM TÓNLISTINA: Öll tónlistin í verkinu var flutt af leikurunum á sviðinu. Notast er við hljóðfærið Kalimba, en hljóðmyndin er framkölluð með Shure SM57 hljóðnema, pappír, penna og einnota vatnsglösum.

[ T Ó N D Æ M I ]