REVOLUTION OF THE MIDDLE AGED > Borgarleikhúsið > 2002 Nútíma dansverk, samið og flutt af Ólöfu Ingólfsdottir og Ismo-Pekka Hekkinheimo. Lýsing:
Yukka VERKIÐ: Í þessu verki er fjallað um miðaldra hjón sem að lifa í föstum skorðum en ná þó ekki almennilega saman. Líf þeirra virðist tilbreytingasnautt og pirrað. En eftir því sem líður á verkið ganga þau gegnum ýmislegt sem að fær þau til að nálgast hvort annað og uppgvötva nýjar hliðar á sjálfum sér og maka sínum. Verkið er bæði sprenghlægilegt og átakanlegt í senn. TÓNLISTIN: Ég ákvað að ganga út
frá þeirra smekk og semja gamaldags og hallærislega
tónlist sem þó gæti verið falleg og átakanleg þegar það átti
við. Ég notaði eitt lag sem að ég útsetti
eftir því sem að átti sér stað í verkinu.
Hluti af verkinu er þó saminn þannig að ég
hef ekki neinar ákveðnar endurtekningar, heldur læt ég þann
hljóm sem að mér finnst passa best á eftir
hljómnum á undan koma og svo hljóm af hljómi, þannig
að eiginlega er ekki um lag að ræða heldur röð hljóma
sem að hafa sínar eigin fagurfræðilegu forsendur
en ekki rökræna endurtekningu eins og í venjulegu
lagi. Gott dæmi um þetta er "Depression". |
|||||
[ T Ó N D Æ M I ] Everyday Life Depression More than This |
|||||