OPEN SOURCE > Borgarleikhúsið 2003

Dansleikhúsverk eftir Helenu Jónsdóttur.

Open Source sigraði í DansLeikhúskeppni Borgarleikhússins árið 2003.

Flutt af Þór Túliníus, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Guðmundi Ólafssyni, Guðmundi Elíasi Knudsen og Katrínu Johnsen

Leikstjóri: Benedikt Erlingsson
Klipping myndbands: Elísabet Ronaldsdóttir
Búningar: Filippía Elísdóttir
Texti: Þorvaldur Þorsteinsson
Tónlist: Tapani Rinne og Hallur Ingólfsson

VERKIÐ: Open Source var eitt 9 verka sem valin voru til að keppa í dansleikhúskeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins í Júní 2003. Verkið fór með sigur af hólmi í þeirri keppni. Open Source er ótrúlegt samspil texta, hreyfinga og myndbandsupptöku sem erfitt er að lýsa. Verkið er byggt á myndbandsupptöku af fyrirlestri Florian Kramer sem sýndur var að hluta á tjaldi. Hreyfingarnar sem hann notar til að koma sínum texta til skila eru uppspretta að hreyfingum dansaranna og orð hans eru uppspretta að orðum þeirra og svo er spunnið út frá þessum texta og hreyfingum.

TÓNLISTIN: Helena hafði fengið leyfi til að nota tónlist frá hinum Finnska Tapani Rinne, en henni fannst samt vanta einhverja andstæðu við tónlist hans, eitthvað sem myndi verða þráður í gegnum verkið og gera það heilstætt. Ég bjó til lítið, brothætt píanóstef og bætti hljóði úr 8mm kvikmyndavél og vísar þannig til tíma þöglu myndanna og gengur hring eftir hring á milli þess sem myrk og kraftmikil tölvutónlist Tapani Rinne hljómaði. Síðan var skipt á milli þessara hljóðheima eftir því sem að stemmningin kallaði.

[ T Ó N D Æ M I ]

Open Source

[ T E N G L A R ]

Helena Jónsdóttir