TÍMI NORNARINNAR
> RÚV > 2006
Útvarpsleikrit í 15 þáttum byggt á samnefndri bók Árna Þórarinssonar í Leikgerð Hjálmars Hjálmarssonar. Leikstjórar: Hjálmar Hjálmarsson og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. UM VERKIÐ: Á Hólum í Hjaltadal ætla menntaskólanemar frá Akureyri að frumsýna Galdra-Loft og Einar blaðamaður mætir á vettvang til efnisöflunar. Hann hefur nú yfirgefið sínar fornu veiðilendur, löggufréttir af höfuðborgarsvæðinu, og er fluttur til Akureyrar því auka skal útbreiðslu Síðdegisblaðsins á uppgangstímum á Norður- og Austurlandi. Á leiðinni frá Hólum þarf Einar að sinna nýrri frétt: Kona frá Akureyri hefur fallið útbyrðis í flúðasiglingu, einni af hinum vinsælu óvissuferðum starfsmannafélaganna í landinu. Skömmu síðar er hún látin. Þetta er fyrsta en ekki síðasta dauðsfallið í ískyggilegri atburðarás þessarar nýju sakamálasögu um ævintýri Einars blaðamanns. UM TÓNLISTINA: Persóna Einars er frekar blúsuð og við ákváðum að nýta okkur blúsáhrif án þess að fara út í hreinann blús. Farsímar koma talsvert við sögu í verkinu og ég nýtti mér ýmis hljóð úr þeim til að krydda tónlistina. |
|||||
[
T Ó N D Æ M I ]
|
|||||