TÖFRAMAÐURINN > Stuttmynd > Pegasus 2004

13 minútna löng stuttmynd, byggð á samnefndri sögu Jóns Atla Jónassonar í leikstjórn Reynis Lyngdal.

Leikarar: Jóhann Kristófer Stefánsson, Jón Gunnar Stefánsson, Stefán Jónsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Baldvin Halldórsson
Þulur: Ingvar sigurðsson.

Tónlist: Hallur Ingólfsson
Kvikmyndataka: Tuomo Hutri
Hljóðvinnsla: Gunnar Árnason
Klipping: Eggert Baldvinsson
Framleiðandi: Hrönn Kristinsdóttir

SAGAN: Ungur drengur býr ásamt foreldrum sínum og litla bróður út á landi. Drengurinn lúrir á leyndarmáli, hann kann ýmis töfrabrögð sem koma sér vel þegar flýja þarf nöturlegan raunveruleikann, en enginn veit það nema hann. Töframaðurinn fjallar um gamalkunna draumaveröld barna, þangað sem þau flýja ef þau eiga ekki annara kosta völ til að yfirstíga vandamál hversdagsins.

TÓNLISTIN: Töframaðurinn er mynd með mjög sterku myndmáli og það er lítið talað í henni. Tónlistin og hljóðheimurinn allur skipti því miklu máli. Við Reynir tókum snemma þá ákvörðun að tónlistin yrði eins og yfirvofandi hætta annarsvegar og svo seiðandi og töfrandi í þeim atriðum sem að töfrarnir eiga sér stað.

[ T Ó N D Æ M I ]
 

Töframaðurinn

Roadhouse