MÆRIN Í SNJÓNUM > RÚV 2005

Útvarpsleikrit í 15 þáttum, leikgerð Bjarna Jónssonar byggð á samnefndri bók Leenu Lehtolainen í leikstjórn Hjálmars Hjálmarssonar.

Helstu leikendur: María Pálsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir.

Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson
Tónlist: Hallur Ingólfsson
Harmonikka: Tatu Kantomaa

SAGAN: Í kvennaathvarfinu á Rósbergsgarði. Þangað koma konur í vanda til að fá næði og hjálp. Mönnum er ekki hleypt inn. Umhverfis breiðir þögull, snævi þakinn skógurinn úr sér. Undir gildvöxnum grenistofni má sjá bleikt satín klæði blakta fyrir vindi.., og konulíkama. Konan sem átti og rak athvarfið er dáin, trúlega myrt. Hvernig má það vera að slíkt ofbeldi hafi náð að hreiðra um sig á Rósbergsgarði? Hafa þá komið karlar í heimsókn þrátt fyrir allt - eða er morðingin kona? Kom illskan innanfrá? Maria Kallio, ung lögreglukona, ber ábyrgð á rannsókninni. Málið er flókið og spurningar um kynlíf, getnað, líkamlegt og andlegt ofbeldi gerast áleitnar og draga hana inn í málið á persónulegri og ágengari hátt en hún hefði kannski kosið.

TÓNLISTIN: Hjálmar kom með þá hugmynd að blanda saman Finnskri tangótónlist og einfaldri 70's spennutónlist (a-la Kill Bill) og vildi fá harmónikkusnillinginn Tatu Kantomaa til að spila inn á upptökurnar. Ég tók þessa áskorun á lofti og gerði mitt besta. Þetta var fyrsta verkefnið sem ég vann í nýja hljóðverinu mínu og einnig í eitt af þeim örfáu skiptum sem að ég fæ aðstoð frá alvöru hljóðfæraleikara. Hvort tveggja var mjög ánægjulegt.

[ T Ó N D Æ M I ]
 

mærin i snjónum