MAÐURINN ER ALLTAF EINN > Borgarleikhúsið 1999

Dansverk eftir Ólöfu Ingólfsdóttur, Flutt af Íslenska Dansflokknum í Borgarleikhúsinu.

Tónlist: Hallur Ingólfsson

UM VERKIÐ > Verkið er 3 þættir fluttir af 5 dönsurum sem gera sömu hreyfingarnar, hver á sinn hátt og hver á sínum hraða. 5 sóló sem að í raun eru öll mjög svipuð. Inn á milli er svo dregin upp nærmynd af hverrri persónu fyrir sig. Hugsunin á bak við verkið er að þó að við göngum eftir sömu götunni í sömu átt og margir aðrir, eru allir að gera hver sinn hlut þó að í raun séu allir að gera það sama. Hver og einn upplifir líka sömu hlutina á sinn hátt. Tveir menn ganga á fjall, annar nýtur útsýnisins og ferðarinnar á meðan hinn hugsar ekki um annað en að komast á toppinn. Þannig að þó að við séum í hóp þá er maðurinn alltaf einn.

Maðurinn er alltaf einn er það verk sem Íslenski Dansflokkurinn hefur sýnt oftast og víðast um lönd.

UM T ÓNLISTINA > Þar sem verkið fjallar um daglegt líf var ákveðið að gera dálítið hversdagslega tónlist. Svona gamaldags dægurlög með passlegu drama inn á milli.

Tónlistin var gefin út á Geisladiski ásamt tónlistinni sem Skárrenekkert samdi fyrir dansverk Katrínar Hall, NPK. Diskurinn var valinn einn af 10 bestu diskum ársins 1999 af gagnrýnendum Morgunblaðsins.

[ T Ó N D Æ M I ]

Maðurinn I

Maðurinn II

Maðurinn III