BESTI VINUR HUNDSINS - LYKILLINN > RÚV 2008

1. hluti í útvarpsþríleik eftir Bjarna Jónsson um drauma og martraðir í Reykjavíkurborg.

Leikstjóri: Bjarni Jónsson
Hljóðvinnsla: Georg Magnússon
Tónlist: Hallur Ingólfsson

Leikarar: Ólafur Egill Ólafsson, Þórunn Erna Clausen, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Árni Beinteinn Árnason, Björk Jakobsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir.

UM VERKIÐ: Mæðgurnar María og Sara hafa fest kaup á tveggja hæða húsi í Vesturbænum. Seljandinn er einstæð móðir, verslunarstjóri í Kringlunni. Hún hefur þegar afhent kaupendum lykla að húsinu, alla nema einn sem er enn í vörslu sonar hennar. Þegar henni tekst loksins að fá hann til að afhenda lykilinn, hefur hún enga hugmynd um það að drengurinn hefur látið gera annað eintak sem hann hyggst nota til þess að bjarga sér úr dálitlum vanda.

UM TÓNLISTINA: Öll tónlistin í þríleiknum er byggð á laginu my good intention sem er að finna í síðasta hluta þríleiksins. Hver hluti fékk þó sína útfærslu af laginu. Lykillinn fékk tiltölulega hlutlausa en dulúðlega meðferð.

[ T Ó N D Æ M I ]

Lykillinn