HÆTTULEG KYNNI > Dansleikhús með EKKA / Borgarleikhúsið 2003

Handrit unnið af leikhópnum byggt á Bók Choderlos de Laclos "Les Liasions Dangerouses"

Leikstjóri: Aino Freyja Jarvela
Aðstoðarleikstjóri: Hrefna Hallgrímsdóttir
Mertaul: Vala Þórsdóttir
Valmont: Jón Páll Eyjólfsson
Chavalier Danceny: Agnar Jón Egilsson
Cecile de Volance: Kolbrún Anna Björnsdóttir
Tourvel: Kristjana Skúladóttir
Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson
Búningar: Guðrún Lárusdóttir
Hár: Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir
Förðun: Elín Reynisdóttir

Tónlist: Hallur Ingólfsson og Ingibjörg Stefánsdóttir

UM LEIKRITIÐ: Það hafa verið gerðar margar leikgerðir eftir bók LLCoiunts "Les Liasions Dangerouses" og að minnsta kosti 2 bíómyndir hafa verið byggðar á þeirri sögu. Bókin er í raun samansafn bréfa sem að ganga á milli fólks og greina frá atburðunum frá sjónarhorni hverrar persónu. Dansleikhús með EKKA spann sitt eigið handrit út frá meginpersónum bókarinnar. Söguþráðurinn er margslunginn og erfitt að greina frá honum í stuttu máli. Þessu verki hefur oft verið lýst sem "tilfinninga sadisma" og er það nokkuð nærri lagi. Tilfinningar, kynlíf og blekkingar eru leikföng og vopn persónanna sem að keppast um að níðast á og blekkja hvort aðra með hörmulegum afleiðingum fyrir alla sem nærri þeim koma.

UM TÓNLISTINA: Dansleikhús með EKKA vildi undirstrika keppnisandann með því að taka mið af keppni í samkvæmisdönsum í ætt við myndina "Strictly Ballroom". Tónlistin er því algerlega byggð á því fasta formi. Okkur fannst þetta skemmtileg hugmynd og vildum stíga í þá átt að taka þessa tónlist sem vanalega fer inn um annað eyrað og út um hitt og gera hana tilfinningaþrungnari og kvikyndislega. Þannig að þó að hún virðist slétt og felld á yfirborðinu þá liggi eitthvað mjög vafasamt undir eins og hjá persónunum sjálfum. Þau stíga sporin en, að baki er einhver óljós óhugnaður.

[ T Ó N D Æ M I ]

Liaisons