GRETTIR > Leikfélag Reykjavíkur > Borgarleikhúsið 2007

Söngleikur eftir Ólaf Hauk Símonarson, Egil Ólafsson og Þórarinn Eldjárn.

OHelstu hlutverk: Halldór Gylfason, Jóhann Sigurðarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Bergur Þór Ingólfsson, Nanna Kristín Gunnarsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir og Magnús Jónsson.

Leikstjóri: Rúnar Freyr Gíslason
Leikmynd og lýsing: Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir
Búningar: Filippía Elísdóttir
Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir
Tónlistarstjóri: Hallur Ingólfsson

Hljómsveit: Hallur Ingólfsson, Þorbjörn Sigurðsson, Elís Pétursson, Jón Atli Helgason.

VERKIÐ: Grettir er einskonar nútímaútgáfa af hinni lánlausu fornsögupersónu Gretti sterka Ásmundarsyni (í verkinu er hann Ásmundsson). Foreldrar Grettis hafa litla trú á snáða og hann er skotspónn skólafélaga fyrir einfeldni og lítið líkamlegt atgervi. Eftir misheppnaðan glæp fer Grettir í fangelsi þar sem hann leggst af miklu kappi í lyftingar og líkamsrækt. Hann kemur úr fangelsinu sem vaxtarræktar-berserkur og nær skjótum frama í sjónvarpssþáttum byggðum á sögunni um Gretti sterka. Frægðin færir Gretti fé og fagrar meyjar og glæst framtíð virðist blasa honum. Líkt og í sögunni fornu þarf Grettir nútímans þó að glíma við drauginn Glám, sem lætur hann ekki í friði.

TÓNLISTIN: Tónlist Egils og Ólafs Hauks hafði elst misvel, en smíðin er að upplagi góð og á köflum stórglæsileg. Við í hljómsveitinni löguðum útsetningarnar að okkar smekk og reyndum að nýta möguleika laganna til fulls. Líklega er ekki hægt að segja að við höfum uppfært hana þar sem upprunalegu útsetningarnar voru mjög 80's, en okkar eru eiginlega meira 70's ef eitthvað er.

Nánari upplýsingar um uppfærsluna er að finna á borgarleikhus.is

[ T Ó N D Æ M I ]

Álagaþula Gláms

Lofsongur gengisins

Harmsöngur Tarzans

Tónlistin var gefin út á Geisladiski