GLÆPUR GEGN DISKÓINU > Borgarleikhúsið > 2006 Leikrit eftir Gary Owen í þýðingu Þórdísar Bachman, Guðmundar Inga Þorvaldssonar, Friðriks Friðrikssonar og Álfrúnar Örnólfsdóttur Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson. SAGAN: Það er laugardagskvöld, og þrír strákar reyna að skera á böndin sem hafa haldið aftur af þeim frá fæðingu, með hjálp (og hindrun) vímuefna, kvenfólks og ómótstæðilegrar tónlistar. Dauður köttur, diskókvöld sem aldrei átti sér stað, brjóstin á starfskonu tryggingastofnunar og hauslausar dúfur eru vendipunktar í þessu mannlega ferðalagi um karlmennskuna. TÓNLISTIN: Þetta verk eru 3 eintöl þar sem 3 ólíkir einstaklingar rekja atburðarás þessa laugardagskvölds. Ég er á sviðinu allann tímann og er með minn tónlistarflutning lifandi. Mjög skemmtilegt verkefni þar sem ég þarf að læra hvernig leikararnir tala og hreyfa sig og einbeita mér að því að ná réttu stemningunni og réttum áherslum. |
||||