FRELSI > Þjóðleikhúsið > 2005

Leikrit eftir Hrund Ólafsdóttur í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar.

Leikarar: Ólafur Steinn Ingunnarson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir, Gísli Pétur Hinriksson, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Sigurður Skúlason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Anna Kristín Arngrímsdóttir.

Tónlist: Hallur Ingólfsson
Sviðsmynd og búningar: Ólafur Ísfjörð
Ljósahönnun: Sólveig Eggertsdóttir
Aðstoðarleikstjóri: Elín McKay

UM VERKIÐ: Hvað gerir þú þegar enginn hlustar á þig? Þegar ranglætið er svo mikið að þú gætir öskrað þig hásan en þú átt þér ekki rödd? Þegar lygin er svo stór að hún kæfir lífið sem þú ættir að sjá framundan? Grímur er klár menntaskólastrákur í Reykjavík sem er ekki sáttur við umhverfi sitt og samfélag. Hann kynnist Brynhildi sem er töff og leitandi stelpa og saman ákveða þau að láta í sér heyra. Hugmynd fæðist. En í heimi þar sem peningar eru mælikvarði alls, hvers virði eru þá mannslíf? Í þannig heimi geta hugmyndir um réttlæti orðið hættulegar.

UM TÓNLISTINA: Tónlistin er að stærstum hluta frá sjónarhóli unga fólksins sem vill byltingu. Tónlistin varð að vera hryðjuverkatónlist, hættuleg, árásargjörn, óútreiknanleg en vel skipulögð. Eins og óhagganlegur áróður sem ætlar sér alla leið. Á móti þurfti líka léttari tónlist og klassíska tónlist.