FLATEYJARGÁTA > RUV 2003

Útvarpsleikrit í 10 þáttum, byggt á samnefndri bók eftir Viktor Arnar Ingólfsson

Handrit: JJJ

Leikstjóri: Hjálmar Hjálmarsson

UM VERKIÐ: Þegar lík finnst í útskeri á Breiðafirði 1. júní 1960 er óreyndur fulltrúi sýslumanns á Patreksfirði sendur á vettvang til að kanna málið. Rannsóknin vindur upp á sig og teygir anga sína til Reykjavíkur og annarra landa. Miðpunktur sögunnar er þó í Flatey og bókin sem við eyna er kennd, Flateyjarbók, gegnir lykilhlutverki við lausn gátunnar.

TÓNLISTIN: Hér er um að ræða morðgátu sem gerist í litlu sjávarplássi árið 1960. Ég tók því þann pól í hæð að láta harmonikku og gamaldags rafgítar kallast á í "spæjaralegum" laglínum til að ná fram tíðarandanum og fá tilfinningu fyrir staðnum (Flatey 1960) og mynda þá spennu sem að glæpasögu sæmir. Til að ná fram tengingunni við hið forna handrit og draugum þess og óhugnaðinum sem að umlykur morðin, notaði ég draugalegt slagverk og límdi þetta svo allt saman og keyrði rólega áfram með þungum kontrabassa.

[ T Ó N D Æ M I ]

Flateyjargáta