FAÐIR VOR > Iðnó > 2004

Leikrit eftir Hlín Agnarsdóttur, unnið í samvinnu við leikhópinn.

Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson
Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Þrúður Vilhjálmsdóttir
Leikmynd og búningar: Rebekka A Ingimundardóttir og Elma Bjarney Guðmundsdóttir
Danshöfundur: Jóhann Freyr Björgvinsson
Tónlist: Hallur Ingólfsson
Dramatúrg: Kristín Eysteinsdóttir
Ljósahönnun: Jón Þorgeir Kristjánsson
Förðun: Sigríður Rósa Bjarnadóttir
Sýningastjóri: Vikar Hlynur Þórisson
Framkvæmdastjórn: Lísa Kristjánsdóttir
Hár: Mojo

LEIKRITIÐ: Tómas Erlingsson er margverðlaunaður kvikmyndagerðarmaður. Hann á dæturnar Rebekku (BA í frönsku) og Rut (fjöllistamaður) með konu sinni Bertu Bjarnason Erlingsson verðlaunaarkítekt. Allt líf systranna hefur meira og minna litast af frægð föðurins og verkum hans. Þegar lítt þekkt hálfsystir þeirra, Rakel, slær óvænt í gegn með skáldsögu sinni "The Lost Father" er eins og líf þeirra allra fari úr skorðum.

TÓNLISTIN: Tónlistin átti að endurspegla það glæsilíf sem að persónurnar vildu láta út fyrir að þau lifðu. Hún varð að sameina neysluhyggjuna og nánast tryllingslega gerfigleðina sem bjó að baki. Tónlistin fór þó smátt og smátt að sýna rétt andlit persónanna eftir því sem að við kynntumst þeim nánar.