ERLING > Loftkastalinn / Freyvangur (2003)

Leikgerð: Axel Hellstenius, byggt á bókinni "Broders i blodet" eftir Ingvar Ambjornsen. Þýðing og staðfærsla: Hallgrimur Helgason

Leikstjóri: Benedikt Erlingsson

Erling: Stefán Jónsson
Kalli Bjarni: Jón Gnarr
Freyja, Gunnhildur, Karen: Hildigunnur Þráinsdóttir

Frank: Gísli Pétur Hinriksson, Skúli Gautason

Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Johannesson
Ljós: Bjorn Bergsteinn Gudmundsson, Ingvar Bjornsson
Tónlist: Hallur Ingolfsson

Framleiðendur: Sögn ehf og Leikfélag Akureyrar

SAGAN: Erling og Kalli eru fertugir menn sem að hafa nú fengið eigin íbúð eftir vist á Arnarholti. Nú eiga þeir að standa á eigin fótum og taka þátt í hversdagslífinu. Þetta er nú ekki svona einfalt fyrir þessa fjölfælnu eistaklinga. Í fyrstu vilja þeir ekki fara út úr íbúðinni, svara ekki símann og fara ekki einu sinni til dyra þegar dyrabjöllunni er hringt. En þeir þrá engu að síður frelsið sem fylgir nýju íbúðinni og tekst hægt og rólega að finna sig í þessum nýja veruleika og þó þeir verði aldrei eins og fólk er flest tekst þeim samt að sigrast á veikleikum sínum og láta drauma sína rætast á einstakan hátt. Einstaklega fyndin en um leið átakanleg saga af tveim gallagripum sem tekst að sigrast á eigin takmörkunum.

TÓNLISTIN: Það var ákveðið strax í upphafi að búa til ákveðið stef sem að myndi þroskast með þeim Erling og Kalla í gegnum söguna. Það yrði að vera einfalt, fallegt og pínu skrýtið eins og þeir, en umfram allt mannlegt. Öll tónlistin er byggð á þessu stefi, þó að stundum sé farið talsvert út fyrir rammann. Þar sem þeir eru mjög "basic" menn, þá fengu þeir hvor sitt grunnhljóðfærið til að undirstrika persónuleikann, Erling kassagítar og Kalli Kontrabassann. Stundum verða þeir þó rafmagnaðir. Allir hljóðeffektar sem ekki voru framkvæmdir á sviðinu sjálfu voru að stórum hluta framkvæmdir á hljóðfæri þeirra félaga. Tónlistin fylgir þeim í gegnum verkið og er mjög fjölbreytt þó að verið sé að klifa á sama stefinu. Allt frá minimaliskri akústík út í spæjarajazz, angistarsýru, kaffihúsatónlist, klámfönk og tölvupopp, að ógleymdum áhrifum frá uppáhaldi Erlings, Roger Whittaker. Til að viðhalda mannlega þættinum, var ekkert sérstaklega verið að liggja yfir hljóðfæraleiknum, sköpunargleðinni haldið flæðandi og allri forritun haldið í lágmarki.