BESTI VINUR HUNDSINS - ENDASPRETTUR > RÚV 2008

2. hluti í útvarpsþríleik eftir Bjarna Jónsson um drauma og martraðir í Reykjavíkurborg.

Leikstjóri: Bjarni Jónsson
Hljóðvinnsla: Georg Magnússon
Tónlist: Hallur Ingólfsson

Leikarar: Hallgrímur Ólafsson, Þór Tulinius, Ólafur Egill Ólafsson, Þórunn Erna Clausen, Jón Páll Eyjólfsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Sigurður Skúlason.

UM VERKIÐ: Vésteinn var hlaupagarpur þegar hann var yngri og átti Íslandsmet í 400 metra hlaupi pilta. Hann er enn á hraðferð. Á svæði sem markast af Snorrabraut, Laugavegi, og geðdeild Landspítalans. Vésteinn er eldheitur friðarsinni og daginn sem nokkur NATO-herskip koma að landi í Reykjavík er hann mættur niður á höfn til þess að mótmæla komu þeirra. Um kvöldið skýtur hann síðan upp kollinum á samkomu í Friðarhúsinu, þar sem menn deila um stefnumál hernaðarandstæðinga í ljósi breyttrar heimsmyndar...

UM TÓNLISTINA: Öll tónlistin í þríleiknum er byggð á laginu my good intention sem er að finna í síðasta hluta þríleiksins. Hver hluti fékk þó sína útfærslu af laginu. Vésteinn er utangarðsmaður sem er hættur að taka Lithium og þambar bjór. Það sama á við um tónlistina sem er reikul á sínu einstígi.

[ T Ó N D Æ M I ]

Endasprettur