SAGAN AF BLÁA HNETTINUM > Hjálmar Hjálmarsson 2003

Útvarpsleikrit fyrir börn í 14 þáttum, byggt á samnefndri bók eftir Andra Snæ Magnason.

Handrit og leikstjórn: Hjálmar Hjálmarsson

Upptaka leikrits og hljóðvinnsla: Georg Magnússon

SAGAN: Á bláum hnetti lengst út í geimnum búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Þetta eru eiginlega villibörn því enginn skipar þeim fyrir verkum. Börnin sofna þar sem þau verða þreytt og borða þegar þau eru svöng en leika sér þar sem þeim dettur í hug. Þeim líkar vel lífið eins og það er og njóta náttúrunnar og lifa í sátt við hana og semur vel hvort við annað. Kvöld eitt lendir stjarna í fjörunni hjá þeim og út úr sprengingunni stígur vera sem í fyrstu virðist vera geimskrímsli. En þetta er geimryksugufarandsölumaðurinn Glaumur Geimmundsson. Glaumur er mikill sprellikarl og heillar börnin með stöðugu gríni og glensi. Hann gerir lítið úr ævintýrum barnanna og tekst að selja þeim uppfyllingu nýrra drauma í skiptum fyrir "nokkra dropa af æsku". Innan skamms eru börnin farin að geta flogið, þurfa aldrei að fara í bað og hjá þeim er eilífur dagur eftir að Glaumur festi sólina yfir eyjunni þeirra. Eftir mikla flugkeppni lenda aðalsöguhetjurnar hinum megin á hnettinum þar sem alltaf er myrkur. Þar verða þau að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Með hjálp "draugabarnanna" komast þau aftur heim og reyna að koma hlutunum í fyrra horf. En gráhærðir vinir þeirra eru ekki alveg til í að sleppa fengnum hlut svo auðveldlega.

TÓNLISTIN: Við tókum þann pól í hæð að undirstrika hið mennska og náttúrulega umhverfi í flestum atriðum, en hafa þó örlítinn "geim-keim" með. Laglínan rís stöðugt í gegnum allt lagið og hún er björt og hrein og hlý. Glaumur er eldri og hans hljómur er gamaldags og trúðslegur. Draugabörnin fá hinsvegar sama grunn og hin börnin en bæði skemmdann og skertann og myrkan. Tónlistin rís og hnignar með söguþræðinum.

[ T Ó N D Æ M I ]

Blái Hnötturinn