MARÍUBJALLAN > Leikfélag Akureyrar 2006

Leikrit eftir Vassily Sigarev þýtt af Árna Bergmann

Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson
Leikmynd og búningar: Halla Gunnarsdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Tónlist: Hallur Ingólfsson

Leikarar: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Esther Thalía Casey, Guðjón Davið Karlsson, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson and Þráinn Karlsson

UM VERKIÐ: Dima er 19 ára. Hann býr í blokk við hliðina á kirkjugarðinum, þaðan sem hann stelur legsteinum og selur. Á morgun hefur hann herþjónustu en í kvöld heldur hann vinum sínum kveðjupartý. Þangað koma vinir hans Slavik og Arkasha auk stúlknanna Leru og Yulka. Á einu kvöldi fáum við magnaða innsýn í líf persónanna, kynnumst sorgum þeirra og þrám. Í ömurlegum aðstæðum er að finna allt litróf mannlegra tilfinninga og hver um sig hefur fundið sína leið til að lifa af.

UM TÓNLISTINA: Ég byggði tónlistina á rússneskum þjóðlagastíl. Í hugrökku upphafslagi verksins er lýst fyrir okkur hvernig borgin og kirkjugarðurinn urðu til, urðu eitt og gleymdust að lokum. Eftir þetta nota ég leifar af upphafslaginu, eins og persónurnar sem lifa í leifunum af glæstri borg. Vonin birtist í líki maríubjöllunnar sem flýgur í þá átt sem gæfuna er að finna. Ég reyndi að gefa henni líf með einhverskonar galdri sem er bjartur og ólíkur öðru í verkinu.