ÆVINLEGA > RÚV 2003

Útvarpsleikrit byggt á samnefndri bók Guðbergs Bergssonar, í leikgerð Bjarna Jónssonar

Leikstjóri: María Kjartansdóttir

SAGAN: Vífill gullsmiður er ókvæntur maður á miðjum aldri sem hefur ekki gengið í hjónaband af því að hann þráir að elska manneskju aðeins einu sinni, ævilangt á meðan lífið endist, en ekki fundið hana, eins og segir í sögunni. Dag einn, þegar Vífill er á gangi á Laugaveginum , birtis ljóslifandi konan sem hann hafði geymt í hjarta sínu í 40 ár. Það virðist deginum ljósara að fundur þeirra tveggja er upphaf að hamingjuríkri sambúð og ævilöngu hjónabandi - og hefst þar með kostuleg frásögn af kynnum hjónaleysanna, ferð þeirra í bláa lónið og til Grindavíkur í heimsókn til frænku. En ekki er allt sem sýnist og á bak við grínið og háðið leynist saga af leit manneskjunnar að ást og hamingju.

TÓNLISTIN: Sagan og aðalpaersónan eru hvoru tveggja mjög furðuleg. Maður sveiflast á milli raunveruleika og ímyndunar og veit ekki alltaf hvar maður er staddur. Mikið er um hæglátar hugrenningar Vífils og rauði þráðurinn í gegnum verkið er þessi fullkomnunarárátta og þrá eftir hamingju. Ég ákvað að fara svolítið naumhyggjulega leið og fannst píanó best til þess fallið að túlka einmanaleika og þrá þessa skringilega gullsmiðs. Einföld en falleg laglína og einnar nótu klif skiptast á og eru lýsandi fyrir þrá hans og einurð og í raun fallegu fyrirætlanir. Síðan einfaldaði ég þetta enn frekar í sílófón tilbrigði sem að blandast stöku sinnum við píanólaglínurnar til að ná fram draumkenndari blæ.

[ T Ó N D Æ M I ]

Ævinlega.mp3