ÓSKAR OG BLEIKKLÆDDA KONAN > Borgarleikhúsið 2009

Leikrit eftir Eric-Emmanuel Scmidt í leikgerð og leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar.

Leikari: Margrét Helga Jóhannsdóttir.
Sviðsmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson.
Ljós: Þórður Orri Pétursson.
Tónlist: Hallur Ingólfsson

UM VERKIÐ: Sumar sögur eru svo mannbætandi að skylda ætti fólk til að lesa þær. Óskar og bleikklædda konan segir af Óskari, tíu ára einstökum dreng, sem veit það sem enginn þorir að segja honum, að hann á skammt eftir ólifað. Eldri kona sem er sjálfboðaliði á sjúkrahúsinu, virðist vera sú eina sem hefur þroska og þor til að ræða hið óumflýjanlega við Óskar og ráðleggur honum að skrifa bréf til Guðs. Í bréfunum og samskiptum drengsins og vinkonu hans á sjúkrahúsinu birtist djúp lífsspeki sem þó er uppfull af hlýlegum leiftrandi húmor.

UM TÓNLISTINA: Í verkinu eru tvær aðalpersónur og tónlistin er leikin á tvö hljóðfæri og endurspeglar samband þeirra og leit þeirra að guði.