HEIMA ER BEST > Borgarleikhúsið 2009
Leikrit eftir Edna Walsh í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar. Leikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Guðjón Karlsson, Jörundur Ragnarsson og Dóra Jóhannsdóttir. UM VERKIÐ: Tveir bræður leika sama leikritið aftur og aftur undir ógnarstjórn föður síns. Innan tveggja tíma hafa þrír menn drukkið sex dósir af bjór, borðað slatta af kexi með smurosti og sporðrennt grilluðum kjúklingi með undarlegri blárri sósu. Innan tveggja klukkutíma munu fimm manneskjur týna lífi. Sumsé. Allt eins og það á að vera. Í íbúð feðganna er raunveruleikinn endurskapaður og settur á svið með aðferðum farsans. Grófur ofleikur, eldsnögg búningaskipti og ógnvænlegur hraði. Heima er best er einstakt leikrit sem fær mann til að skellihlæja á meðan hrollurinn hríslast niður hrygginn. UM TÓNLISTINA: Höfundurinn hafði skrifað inn tvö gömul írsk þjóðlög, Dúra Lúra sem ég þýddi og svo skiptum við hinu út fyrir frumsamið lag. Tónlistin varð að hljóma eins og hún væri leikin úr gömlu kassettutæki. |
|||||