DAUÐI TRÚÐSINS > RÚV 2008

Útvarpsleikrit í 19 þáttum byggt á samnefndri bók Árna Þórarinssonar í leikgerð Hjálmars Hjálmarssonar.

Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Tónlist: Hallur Ingólfsson

Helstu leikarar: Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurðarson, Sigurður Hrannar Hjaltason og Guðrún S. Gísladóttir.

UM VERKIÐ: Ganga draugar ljósum logum á björtum sumarnóttum um gamalt, yfirgefið hús á Akureyri? Þar er eitthvað á seyði og í gúrkutíð er allt hey í harðindum fyrir Einar blaðamann á Síðdegisblaðinu. Sumarhátíðin "Allt í einni" er að hefjast um verslunarmannahelgina og þúsundir gesta streyma til höfuðstaðar Norðurlands til að skemmta sér. Um leið kvisast út að stjörnur frá Hollywood séu komnar í bæinn fyrir tökur á erótískri spennumynd. Þá er gúrkutíðin úti

Áður en Einar blaðamaður og Ólafur Gísli Kristjánsson yfirlögregluþjónn vita af hrannast verkefnin upp. Hver er unga stúlkan sem finnst myrt í gamla húsinu? Hver er dularfulla konan í símanum sem kveðst vera skyggn? Hvað er veruleikinn og hvað er sjónarspil?.

UM TÓNLISTINA: Tónlistin er að grunni til sú sama og notuð var í Tíma Nornarinnar. Hún var þó endurútsett fyrir dauða trúðsins og hallaði ég mér mjög að Kinks laginu sem bókin heitir eftir "Death of a clown".

[ T Ó N D Æ M I ]

Dauði Trúðsins